Nýtt tónlistarmyndband frá Bloodgroup

Posted by RecordRecords in Fréttir | 0 Comments

20

Jul

2010

Hljómsveitin Bloodgroup hefur sent frá sér nýtt tónlistarmyndband við lagið Overload, nýjasta smáskífulag plötunnar Dry Land.
Read more>

Bloodgroup breiðir yfir Men Without Hats

Posted by RecordRecords in Fréttir | 0 Comments

22

Jun

2010

Record Records hélt tónleika á Venue miðvikudaginn 16. júní. Þar komu fram Bloodgroup, Sykur, Lada Sport og For a Minor Reflection. Húsið var fullt og alveg klikkuð stemming. Þakið ætlaði að rifna af húsinu þegar Bloodgroup tóku hið frábæra lag Safety Dance eftir Men Without Hats.

Sjá vídeó af því hér:

Spikfeitir tónleikar 16. júní

Posted by RecordRecords in Fréttir | 0 Comments

9

Jun

2010

Barna- og fjölskyldudiskurinn Meira Pollapönk er kominn út!

Posted by RecordRecords in Fréttir | 0 Comments

31

May

2010

Pollapönk - Meira PollapönkÍ dag er útgáfudagur barna- og fjölskyldudisksins Meira Pollapönk. Hér er á ferðinni hörkuskemmtilegur diskur sem öll fjölskyldan hefur gaman af. Plata hlaut fjórar stjörnur í Fréttablaðinu en dómnum segir: “Pollapönk smellur eins og flís við rass inn í þann hóp platna sem allir aldurshópar ættu að geta haft af gagn og gaman”.

Platan inniheldur 15 lög, en þau eru:
113 vælubíllinn
Pönkafinn
Segðu mér satt
Keyrða kynslóðin
Kanarí
Agata dapra
Fræðifjölskyldan
Gemmér GSM
Kjólakallinn
Ingvi Hreinn
Stanslaust suð
Reynir
Ómar Ragnarsson
Rúni reykti
Þór og Jón eru hjón

Lada Sport sendir frá sér 7 tommu

Posted by RecordRecords in Fréttir | 0 Comments

15

May

2010

Lada Sport - Love Is Something I Believe InÞað er loksins komið að því að Lada Sport sendi frá sér vínyl plötu.
Um er að ræða smáskífuna “Love Is Something I Believe In” og verður hún gefin út í aðeins 300 eintökum. B-hlið plötunnar er lagið “What If Heaven Is Not For Me”.
Áætlað var að platan kæmi út í maí en það tafðist og kemur platan því út í júní. Fylgist með því á næstu dögum verður hægt að heyra tóndæmi.

Nýtt vídeó frá Láru

Posted by RecordRecords in Fréttir | 0 Comments

28

Apr

2010

Lára hefur sent frá sér fyrsta vídeóið af plötunni sinni “Surprise”. Lagið er við fjórðu smáskífu plötunnar sem heitir “I wanna be”. Leikstjóri vídeósins var Henry Bateman.

Lára hitar upp fyrir Amy MacDonald

Posted by RecordRecords in Fréttir | 0 Comments

24

Apr

2010

Lára RúnarsSöngkonan og lagahöfundurinn Lára Rúnarsdóttir mun spilar á sérstökum Q Magazine tónleikum í Bretlandi í júní þar sem hún mun hita upp fyrir söngkonuna Amy MacDonald. Tónleikaferð verður plönuð í kringum ferðina og mikið húllumhæ.

Lára mun spila á Rósenberg á þriðjudaginn þar sem hún mun einnig frumsýna nýtt vídeó fyrir nýjasta lagið sitt, I wanna be.

Líkaðu við Láru á Facebook!

Pollapönk skrifar undir hjá Record Records

Posted by RecordRecords in Fréttir | 0 Comments

17

Apr

2010

Það var í febrúar á þessu ári sem Pollapönk hófu upptökur á sinni annarri breiðskífu, “Meira Pollapönk”. 15 lög voru tekin upp á plötuna og má þar nefna “113 vælubíllinn”, “Þór og Jón eru hjón”, “Pönkafinn” o.fl. Í lögunum er tekið á málum sem bæði börn og fullorðnir velta fyrir sér.

Pollapönk er hugarfóstur leikskólakennaranna Heiðars og Halla, oft kennda við hljómsveitina Botnleðju.
Geisladiskurinn Pollapönk (2006) var útskriftarverkefni þeirra við Kennaraháskóla Íslands en skemmst er frá því að segja að sá diskur féll í góðan jarðveg bæði hjá börnum og fullorðnum. Árið 2007 barst þeim félögum liðsstyrkur en Arnar Gíslason og Guðni Finnsson úr hljómsveitunum Ensími og Dr.Spock gengu til liðs við þá.
Markmiðið með Pollapönk er að búa til tónlist og texta sem bæði börn og fullorðnir geta haft gaman af. Einnig að skapa hljómsveit fyrir börn sem fylgt er eftir af sama metnaði og ef um hljómsveit fyrir fullorðna væri að ræða.

Meira Pollapönk kemur út í lok maí.

Tvær góðar koma út í mars

Posted by RecordRecords in Fréttir | 0 Comments

26

Feb

2010

Nú fer útgáfa ársins að komast á flug og eru tvær plötur að koma út í mars sem við mælum með!
8. mars er það grjóthörð hipphopp plata frá Didda Fel sem kallast Hesthúsið. Diddi gefur plötuna út sjálfur en Record Records sér um að framleiða plötuna og dreifa henni.
Um miðjan mánuðinn kemur svo út frumburður meistara Biggabix. Hann hefur verið að gera það gott á íslenskum útvarpsstöðvum með lögunum Situation og Oh my, Oh my. Biggibix gefur plötuna út sjálfur en Record Records sér um framleiðslu og dreifingu plötunnar.

Sykur og Bloodgroup tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna

Posted by RecordRecords in Fréttir | 0 Comments

19

Feb

2010

Nú liggja tilnefningar til Íslensku Tónlistarverðlaunanna fyrir og það er okkur sönn ánægja að tilkynna það að tvær hljómsveitir á mála hjá Record Records eru tilnefndar. SYKUR eru tilnefndir sem bjartasta vonin og eru Bloodgroup tilnefnd í flokkunum besta lagið og poppplata ársins.

Íslensku Tónlistarverðlaunin munu fara fram í Íslensku Óperunni 13. mars n.k.

Page 4 of 8« First...23456...Last »
Copyrights © 2010 by Record Records All rights reserved.