Póst rokk og ról – Tónleikaferð um Ísland

Posted by RecordRecords in Fréttir | 0 Comments

14

Jul

2011

Vikuna 18-22. júlí ætla hljómsveitirnar Agent Fresco, Lockerbie og Of Monsters and Men að ferðast hringinn í kringum landið og spila á 5 tónleikum á 5 dögum.

Fyrstu tónleikarnir verða mánudaginn 18. júlí á Prófastinum í Vestmannaeyjum kl 21.

Daginn eftir verða leynitónleikar á leynistað sem verða auglýstir samdægurs á Rás 2.

Miðvikudaginn 20. júlí verður haldið til Seyðisfjarðar þar sem að tónleikar verða haldnir í Gamla Bíói sem munu hefjast kl 21.

Fimmtudaginn 21. júlí verða tónleikar í Hofinu á Akureyri og munu þeir hefjast kl 21.

Að lokum verða svo tónleikar í Gamla Kaupfélaginu á Akranesi og munu þeir einnig hefjast kl 21.

Miðaverð á alla tónleika eru einungis 1000 kr nema á leynitónleikana.

Rás 2 verður með dagleg viðtöl og innslög við hljómsveitirnar svo við viljum hvetja alla til að fylgjast vel með þar.

Fyrsta breiðskífa Lockerbie er komin út!

Posted by RecordRecords in Fréttir | 0 Comments

7

Jul

2011

Í dag kemur út fyrsta breiðskífa hljómsveitarinnar Lockerbie.


Platan inniheldur 10 frumsamin lög:
1. Laut
2. Laut II
3. Reyklykt
4. Í draumi
5. Gengur í garð
6. Kjarr
7. Ólgusjór
8. Esja
9. Snjóljón
10. Sumar

Hún er nú fáanleg í öllum helstu plötuverslunum landsins, Tónlist.is og gogoyoko.com

Lockerbie skrifar undir útgáfusamning við Record Records

Posted by RecordRecords in Fréttir | 0 Comments

20

Jun

2011

Hljómsveitin Lockerbie hefur skrifað undir samning við Record Records um útgáfu á sinni fyrstu breiðskífu.
Strákarnir í Lockerbie hafa unnið að plötunni í eitt og hálft ár og lagt mikinn metnað í hana.
Ævintýrið byrjaði þegar hljómsveitin var valin ein af sigursveitum Sumarkeppni Rásar 2 og Sýrlands, síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar, mikil umfjöllun hefur verið um hljómsveitina erlendis, bæði í virtum tónlistarbloggum á netinu og í fjölmiðlum, hljómsveitin var meðal annars valin sem hljómsveit vikunnar í kúltúrþættinum Breitband hjá Christian Grasse í Þýska Ríkisútvarpinu.

Útgáfudagur plötunnar hefur verið settur 7. júlí 2011.
Platan er 10 laga og ber heitið Ólgusjór.

Tónlistarmyndband frá Agent Fresco

Posted by RecordRecords in Fréttir | 0 Comments

5

Apr

2011

Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna

Posted by RecordRecords in Fréttir | 0 Comments

11

Feb

2011

Í dag voru gerðar opinberar tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir verk ársins 2010.
Það eru Agent Fresco og Pollapönk sem hafa fengið tilnefningar af þeim útgáfum sem komu út á síðasta ári hjá Record Records.
Agent Fresco eru tilnefndir sem tónlistarflytjandi ársins fyrir öflugt tónleikahald þar sem hverjir tónleikar eru eins og þeir síðustu, hljómplötu ársins í popp/rokk flokknum og Arnór Dan Arnarson söngvari sveitarinnar er tilnefndur í rödd ársins.
Haraldur F. Gíslason og Heiðar Örn Kristjánsson í Pollapönk voru báðir tilnefndir sem textahöfundar ársins og lagið 113 vælubíllinn með Pollapönk er tilnefnt sem lag ársins.

Við óskum báðum sveitum innilega til hamingju með þetta!

Of Monsters and Men gefa út hjá Record Records

Posted by RecordRecords in Fréttir | 0 Comments

3

Feb

2011

Hljómsveitin Of Monsters and Men hefur skrifað undir útgáfusamning við Record Records um útgáfu á væntanlegri breiðskífu þeirra. Um er að ræða fyrstu plötu Of Monsters and Men en þau fara í hljóðver í lok mars að taka upp undir stjórn Arons Þórs Arnarssonar.
Of Monsters and Men sigruðu Músíktilraunir 2010 og hafa síðan þá verið mjög lífleg og spilað á fjöldan allan af tónleikum. Þau nýttu verðlaun sín frá Músíktilraunum til að taka upp 2 demó í Sundlauginni og settu á kynningardisk fyrir Iceland Airwaves hátíðina síðustu.

Jólaplögg Record Records 2010

Posted by RecordRecords in Fréttir | 0 Comments

29

Nov

2010

Record Records kynnir í samstarfi við Beck’s:
Helgina 10. – 11. desember ætlar Record Records að fagna uppskeru ársins með veglegri tónleikaveislu á Faktorý helgina 10. – 11. desember.
Húsið opnar kl. 22:00 bæði kvöldin og byrja tónleikarnir stundvíslega kl. 23:00.
Hægt er að kaupa miða á stakt kvöld og einnig armband á bæði kvöldin.
Miðaverð:
1000 kr á stakt kvöld
1500 kr á bæði kvöldin

Forsala miða er hafin á miði.is, Bókabúð Máls og Menningar á laugavegi og Brim í Kringlunni.

Föstudagur – 10. des
Ensími
Bloodgroup
Of Monsters and Men
Sing for me Sandra

Laugardagur – 11. des
Agent Fresco
Moses Hightower
For a Minor Reflection
Útidúr

Tónleikar á Faktorý með Agent Fresco og Mammút

Posted by RecordRecords in Fréttir | 0 Comments

21

Nov

2010

Hljómsveitirnar Agent Fresco og Mammút verða með tónleika á Faktorý næsta fimmtudagskvöld. Þetta munu verða síðustu tónleikar Mammút í óákveðinn tíma þar sem sveitin er að fara að vinna að efni fyrir nýja breiðskífu.
Agent Fresco eru hinsvegar að fara á fullt en þeirra fyrsta breiðskífa kemur út á morgun, mánudaginn 22. nóvember.

Diskar og bolir verða fáanlegir á tónleikunum á spottprís.
Mæting kl. 21:00 en tónleikarnir byrja stundvíslega kl. 22:00.
Aðganseyrir er 1000 kr.

Agent Fresco – A Long Time Listening er komin á gogoyoko!

Posted by RecordRecords in Fréttir | 0 Comments

18

Nov

2010

Fyrsta breiðskífa hljómsveitarinnar Agent Fresco er nú loksins komin út, hægt er að hlusta á plötuna frítt á gogoyoko.com og kaupa á stafrænu formi en geisladiskurinn kemur svo í verslanir mánudaginn 22. nóvember.

Lagalisti plötunnar:
1. Anemoi
2. He Is Listening
3. Eyes of a Cloud Catcher
4. Silhouette Palette
5. Of Keen Gaze
6. Translations
7. A Long Time Listening
8. In The Dirtiest Deep of Hope
9. Yellow Nights
10. Paused
11. Implosions
12. Almost at a Whisper
13. Pianissimo
14. One Winter Sailing
15. Tiger Veil
16. Above These City Lights
17. Tempo

Hljómsveitin Ensími gefur út langþráða fjórðu plötu sína eftir átta ára bið þann 10. nóvember n.k. Platan verður fáanleg á Tónlist.is frá og með 4. nóvember.
Sveitin hefur unnið að plötunni í Sundlauginni undanfarna mánuði með hléum og var grunnur laganna hljóðritaður lifandi í stúdíóinu. Lögin tíu sem prýða plötuna eru öll sungin á íslensku.

Ensími lá lengi vel í dvala eftir útgáfu þriðju plötu sveitarinnar, sem er samnefnd sveitinni og kom út árið 2002.
Ýmsar ástæður hindruðu framgang Ensími á sjónarsviðinu, til að mynda nám liðsmanna erlendis, mannabreytingar og annir liðsmanna í öðrum tónlistarverkefnum. Á þessu tímabili tók sveitin sig þó til og hljóðritaði um 20 lög fyrir útgáfu en á endanum var ákveðið að byrja upp á nýtt til að viðhalda ferskleika á upptökum sem skilar sér svo sannarlega á plötunni Gæludýr.
Þó að Ensími hafi lítið látið á sér bera undanfarin ár hefur hún haldið vinsældum sínum, en það sannaðist þegar hún steig á stokk í júní á síðasta ári og flutti fyrstu plötu sína, Kafbátamúsík, í heild sinni fyrir troðfullu húsi Nasa. Í kjölfarið hefur sveitin leikið á nokkrum vel völdum tónleikum og nú síðast á Iceland Airwaves hátíðinni og hlotið mikið lof fyrir. Ensími mun fylgja Gæludýr(um) eftir af krafti á komandi vikum og mánuðum.

Fyrsta lagið sem heyrist af plötunni Gæludýr heitir Aldanna ró og er það farið að heyrast á öllum betri útvarpsstöðvum landsins, en það er einnig hægt að hlusta á það hér fyrir neðan.

Lagalisti plötunnar:
1. Aldanna ró
2. Læðumst
3. Fylkingar
4. Ráfandi
5. Heilræði
6. Sáttarhönd
7. Gæludýr
8. Pillubox
9. Mittisband
10. Ljósop

Forsala á plötunni er hafin í netverslun okkar.
Ensími – Aldanna ró by RecordRecords

Page 2 of 812345...Last »
Copyrights © 2010 by Record Records All rights reserved.