Pollapönk sendir frá sér Aðeins Meira Pollapönk

Posted by RecordRecords in Fréttir | 0 Comments

7

Nov

2011
Pollapönk2011-web

Á föstudaginn kom út þriðja plata Pollapönks, Aðeins Meira Pollapönk, eftir ekkert svo langa bið en sveitin sendi frá sé Meira Pollapönk í maí á síðasta ári.
Aðeins Meira Pollapönk inniheldur 12 splunkuný frumsamin lög. Eins og áður er eitt laganna tileinkað þekktri íslenskri hetju líkt og á Meira Pollapönk þegar Ómar Ragnarsson var lofsunginn. Nú tileinka Pollarnir Bjartmari Guðlaugssyni lag á plötunni þar sem þeir syngja saman um Æris koffí og undramalt, karlakókið er betra kalt o.s.frv. en lagið heitir einfaldlega Bjartmar. Í byrjun sumars fengum við að heyra fyrsta lag plötunnar, Ættarmót og nú er farið af stað lagið Hananú sem er algjört heilalím.
Stefnt er að útgáfutónleikum í tilefni plötunnar í desember.

Lögin á Aðeins Meira Pollapönk:
1. Ættarmót
2. Er líf í öðrum ísskápum?
3. Hananú
4. Spelt-tökkí
5. Bjartmar
6. Hamborgarastjórinn
7. Heima með veikt barn
8. Pönk á Polló
9. Þreytta vélmennið
10. Hermikrákulagið
11. Tölvuleikarinn
12. Viktor

SYKUR gefur út Mesópótamíu

Posted by RecordRecords in Fréttir | 0 Comments

25

Oct

2011

Record Records gaf í dag út aðra breiðskífu hljómsveitarinnar SYKUR. Nýja skífan heitir Mesópótamía og fylgir á eftir frumburði sveitarinnar, Frábært eða frábært, frá árinu 2009.

SYKUR var stofnuð árið 2008 og hefur komið fram með ýmsum söngvurum síðan þá, má þar nefna; BlazRoca, Rakel Mjöll Leifsdóttir (Útidúr) og Katrína Mogensen (Mammút).
Nú nýverið gekk til liðs við sveitina nýr fullgildur meðlimur sem sér um söng, hún heitir Agnes Björt Andradóttir og hefur vakið mikla lukku og athygli með sveitinni undanfarið og nú síðast á nýliðinni Iceland Airwaves hátíð þar sem sveitin fékk mjög góða dóma í erlendum fjölmiðlum. SYKUR fær þó góða gesti til liðs við sig á nýju plötunni í tveimur lögum en Árni Vilhjálmsson úr FM Belfast syngur fyrstu smáskífu plötunnar, Shed Those Tears og Kormákur Örn Axelsson syngur lagið 7am.

SYKUR sá um upptökur plötunnar en Styrmir Hauksson hljóðblandaði og tónjafnaði.
Myndskreyting og hönnun umslags var í höndum Sigga Odds.

Lagalisti:
1. Messy Hair
2. Vieille Sornette
3. Reykjavík
4. Curling
5. Sekur
6. Shed Those Tears
7. 7am
8. Battlestar
9. Hvítvín
10. Feit

Mesópótamía fæst í verslunum um allt land.

Of Monsters and Men gerir útgáfusamning við Universal Music Group

Posted by RecordRecords in Fréttir | 0 Comments

21

Oct

2011
Útgáfutónleikar Of Monsters and Men

Of Monsters and Men hefur gert útgáfusamning við Universal Music Group um útgáfu á fyrstu plötu þeirra My Head Is an Animal utan Íslands.
My Head Is An Animal sem kom út 20. september hjá Record Records hér á landi mun koma út snemma árs 2012 utan Íslands.

Það verður spennandi að fylgjast með þessu og óskum næstu stórstjörnum Íslands til hamingju með árangurinn!

Record Records á Iceland Airwaves 2011

Posted by RecordRecords in Fréttir | 0 Comments

2

Oct

2011

 Við endurtökum leikinn frá Iceland Airwaves í fyrra og verðum aftur með Record Records kvöld á Nasa á miðvikudeginum 12. október.

Dagskráin í ár er alls ekki af verri endanum:
00:10 – Of Monsters and Men
23:20 – Agent Fresco
22:30 – Sykur
21:40 – Mammút
20:50 – Lockerbie
20:00 – Orphic Oxtra

Útgáfutónleikar Of Monsters and Men

Posted by RecordRecords in Fréttir | 0 Comments

14

Sep

2011
OMAM3_meginzondervan-hires

Hljómsveitin Of Monsters and Men fagnar útgáfu sinnar fyrstu breiðskífu með tónleikum í Gamla Bíói fimmtudagskvöldið 6. október.

Sveitin hefur slegið í gegn í sumar með lagi sínu Little Talks en það hefur verið eitt vinsælasta lag landsins síðustu vikur og situr nú sem fyrr í 1. sæti íslenska lagalistans.
Platan sem ber heitið My Head Is an Animal kemur í verslanir 20. september.
Miðasala er hafin á miði.is og kostar miðinn 2000 kr. í forsölu.
Smelltu hér til að kaupa miða: http://midi.is/tonleikar/1/6690/

Ný smáskífa frá Sykur

Posted by RecordRecords in Fréttir | 0 Comments

12

Sep

2011

Hljómsveitin Sykur hefur sent frá sér nýja smáskífu af væntanlegri breiðskífu sinni sem kemur út 12. október nk.
Lagið, sem ber heitið Shed Those Tears, er fyrsta lagið sem við heyrum af væntanlegri breiðskífu. Með Sykri til halds og trausts er Árni úr FM Belfast.

 

Sykur – Shed Those Tears by RecordRecords

Of Monsters and Men forsala

Posted by RecordRecords in Fréttir | 0 Comments

2

Sep

2011

Forsala er hafin á væntanlegri breiðskífu Of Monsters and Men sem kemur út 20. september nk. á Íslandi.
Mikil eftirvænting ríkir fyrir plötunni en þau hafa átt vinsælasta lag landsins í sumar, lag sem allir ættu að vera farnir að þekkja, Little Talks.

Kíktu í vefverslunina til að tryggja þér eintak af þessari frábæru plötu í forsölu! Allar pantanir verða sendar út 19. sept.

Útgáfutónleikar verða haldnir 6. október, takið daginn frá! Nánari upplýsingar síðar.

Agent Fresco vídeó dagbók

Posted by RecordRecords in Fréttir | 0 Comments

11

Aug

2011

Agent Fresco hafa sent frá sér vídeó dagbók frá tónleikaferð sinni fyrr í sumar. Einkahúmor hér og þar en engu að síður skemmtilegt!

Of Monsters and Men með eitt vinsælasta lag landsins

Posted by RecordRecords in Fréttir | 0 Comments

29

Jul

2011

Of Monsters and Men eru þessa dagana að tröllríða öllum útvarpsstöðvum landsins með lagi sínu “Little Talks”. Lagið situr nú í 2. sæti Íslenska lagalistans sem eru tölur allra útvarpsstöðva landsins en lagið er eitt það vinsælasta á Xinu 977, Bylgjunni og Rás 2.

Sveitin hefur lokið við upptökur á sinni fyrstu breiðskífu en nú er hljóðblöndun hafin og er áætlað að platan komi út í lok september á Íslandi. Hægt verður að forpanta plötuna hér á síðunni á næstu vikum.

 

 

 

Hlustaðu á lagið hér: Of Monsters and Men – Little Talks (album version, radio edit) by RecordRecords

 

Lockerbie - Ólgusjór

Read more>

Page 1 of 812345...Last »
Copyrights © 2010 by Record Records All rights reserved.