Forsala miða á útgáfutónleika Bloodgroup er hafin

Posted by RecordRecords in Fréttir | 0 Comments

16

Feb

2010

Forsala miða á útgáfutónleika Bloodgroup er hafin á Miði.is. Tónleikarnir verða haldnir í Iðnó fimmtudagskvöldið 4. mars og hefst viðburðurinn kl. 21:00.
Bloodgroup mun fá til liðs við sig strengjasveit og ýmsa gesti, verður þetta því eitthvað sem enginn má láta framhjá sér fara.

Miðaverð eru litlar 1500 kr. og hægt er að kaupa miða í forsölu á Miði.is.

My Arms remix eftir Hannes Smith: Loosing Arms

Posted by RecordRecords in Fréttir | 0 Comments

3

Feb

2010

Raftónlistarmaðurinn Hannes Smith hefur sent frá sér remix útgáfu af laginu My Arms eftir Bloodgroup. Hér er á ferðinni einstaklega skemmtileg útgáfa af laginu sem við mælum með að þið kíkið á.

Dry Land er plata ársins!

Posted by RecordRecords in Fréttir | 0 Comments

8

Jan

2010

Bloodgroup - Dry LandÍ vikunni birti Rjóminn.is lista yfir bestu íslensku og erlendu plötur ársins 2009 að mati lesenda Rjómans. Það er afar gaman að segja frá því að lesendur Rjómans völdu Dry Land með Bloodgroup bestu íslensku plötu ársins 2009. Einnig kunna lesendur Rjómans að meta plötuna Frábært eða frábært með SYKUR en hún var í 3-4. sæti á listanum. Fréttablaðið smellti Dry Land í 4. sæti á sínum árslista og Jón Agnar hjá Morgunblaðið smellti henni í 1. sæti.

Glæsilegur árangur hjá Bloodgroup!

Útgáfutónleikar Sykur

Posted by RecordRecords in Fréttir | 0 Comments

21

Dec

2009

Eins og margir hafa eflaust tekið eftir þá sendi rafstuðhljómsveitin SYKUR frá sér sína fyrstu plötu, „Frábært eða frábært“ þann 14. október síðastliðinn. Platan er búin að fá frábæra dóma, 4 stjörnur hjá bæði Morgunblaðinu og Fréttablaðinu þar sem hún er sögð með betri plötum ársins.
Nú ætlar sveitin að slá til heljarinnar útgáfutónleika á Batteríinu annan í jólum (26. des ’09). Húsið opnar á miðnætti og kostar litlar 500 kr. inn, hægt verður að kaupa diskinn á frábæru eða frábæru verði. Berndsen sér um upphitun.

Jólaplögg Record Records

Posted by RecordRecords in Fréttir | 0 Comments

3

Dec

2009

JólaplöggÞann 16. desember ætlum við að fagna uppskeru ársins með veglegum tónleikum á Sódóma Reykjavík. Miðaverði er haldið í algjöru lágmarki og verða diskar á sérstöku tilboðsverði. Húsið opnar kl. 21 og fer fyrsta sveit á svið skömmu eftir það og mælum við því með að mæta tímanlega.

Dry Land er komin út!

Posted by RecordRecords in Fréttir | 0 Comments

2

Dec

2009

Bloodgroup - Dry LandÍ dag kom út önnur breiðskífa hljómsveitarinnar Bloodgroup. Platan Dry Land, henni hefur nú verið dreift í plötuverslanir um land allt og getið þið því trítlað út í búð og keypt eintak.

Nýjasta plata Bloodgroup komin í forsölu á Gogoyoko

Posted by RecordRecords in Fréttir | 0 Comments

26

Nov

2009

Já það er komið að þessu! Nýjasta plata Bloodgroup er komin út á gogoyoko.com ! Hún kemur svo í verslanir 2. desember. Hægt er að skrá sig frítt á Gogoyoko og hlusta á plötuna í heild sinni og kaupa hana á mega prís! Endilega kíkið á það.

Mammút á tónleikaferðalag – Karkari kemur út í Þýskalandi

Posted by RecordRecords in Fréttir | 0 Comments

15

Nov

2009

Platan Karkari með Mammút, sem kom út í ágúst 2008 á Íslandi, kom út í Þýskalandi föstudaginn 13. nóvember 2009. Platan er gefin út þar í landi af Record Records í samstarfi við Rocket Girl, en dreifingin er í höndum Rough Trade í Þýskalandi.
Mammút er nú á tónleikaferðalagi um Evrópu en hér fyrir neðan má sjá dagskrána

nánari upplýsingar á myspace.com/mammut

Berlin (DE)
Nov 2 2009: Bang Bang Club

Trier (DE)
Nov 3 2009: Exhaus

Illkirch Graffenstaden (FR)
Nov 4 2009: Stunt Area

Madrid (ES)
Nov 7 2009: Fotomatón Bar

Sant Feliu de Codines (Barcelona, ES)
Nov 9 2009: Centre Civic La Fonteta

Reggio Emilia (IT)
Nov 11 2009: La Salumeria del Rock

Vicenza (IT)
Nov 12 2009: Bar Satea

Saarbrucken (DE)
Nov 13 2009: Das Modul

Thun (CH)
Nov 14 2009: Cafe Bar Mokka

Luceme (CH)
Nov 15 2009: Treibhaus

Budweis (CZ)
Nov 17 2009: Velbloud club & cafe

Pizen (CZ)
Nov 18 2009: Divadlo Pod Lampou

Erfurt (DE)
Nov 19 2009: Stadtgarten

Dresden (DE)
Nov 20 2009: Ostpol

Offenbach (DE)
Nov 21 2009: Hafen 2

Hamburg (DE)
Nov 23 2009: Astra Stube

Copenhagen (DK)
Nov 25 2009: Jolene Bar

Vaxsjö (SE)
Nov 27 2009: Kafé de Luxe

Copenhagen (DK)
Nov 28 2009: Lades Kælder

Útgáfutónleikar Láru

Posted by RecordRecords in Fréttir | 0 Comments

2

Nov

2009

Record Records kynnir í samstarfi við Rás 2:
Útgáfutónleikar Láru á Batteríinu 4. nóvember.
Húsið opnar kl. 21 og kostar 1000 kr. inn.
Surprise verður fáanleg á sérstöku tónleikatilboði.

Lára fær þrjár og hálfa stjörnur í Morgunblaðinu

Posted by RecordRecords in Fréttir | 0 Comments

27

Oct

2009

Í dag birtist dómur um nýja breiðskífu Láru í Morgunblaðinu. Þar gaf Jón Agnar plötunni þrjár og hálfa stjörnu af fimm mögulegum ásamt því að lofsyngja hljómsveitina hennar Láru fyrir afbragðs hljóðfæraleik.

Page 5 of 8« First...34567...Last »
Copyrights © 2010 by Record Records All rights reserved.