Frábært eða frábært kemur í verslanir í dag

Posted by RecordRecords in Fréttir | 0 Comments

14

Oct

2010

Sykur - Frábært eða frábærtFrumburður strákanna í Sykur kemur út í dag. Um er að ræða frábæra dansplötu sem fær mann til að dilla rassi.
Á plötunni fá strákarnir til liðs við sig gestasöngvara, má þá nefna, Katrínu Mogensen, Erp Eyvindarson og Rakel Mjöll.

Dry Land með Bloodgroup kemur út á vínyl

Posted by RecordRecords in Fréttir | 0 Comments

9

Oct

2010

Bloodgroup - Dry LandÞað er loksins komið að því sem vínyl perrarnir hafa verið að bíða eftir, platan Dry Land með Bloodgroup er að koma út á vínyl. Dry Land kom upprunalega út á geisladisk í desember 2009. Platan er gefin út í takmörkuðu upplagi og fylgir kóði til að nálgast plötuna til niðurhals á netinu með í pakkanum! Hægt verður að nálgast vínylinn í betri plötu verslunum á landinu frá og með miðvikudeginum 13. október 2010, en nú þegar er hægt að panta hana hér á síðunni.

Record Records á Iceland Airwaves 2010

Posted by RecordRecords in Fréttir | 0 Comments

1

Oct

2010

Það verður mikið stuð á Nasa á opnunarkvöldi Iceland Airwaves 2010 og það er okkur sönn ánægja að bjóða ykkur uppá tónleika með öllum efnilegustu hljómsveitum landsins í dag!

Fullt af nýju efni

Posted by RecordRecords in Fréttir | 0 Comments

30

Sep

2010

Agent Fresco hafa sent frá sér fyrstu smáskífuna af væntanlegri breiðskífu sinni, “A Long Time Listening”, en hún kemur út í nóvember. Lagið heitir “Translations” og gefur góða mynd af væntanlegri breiðskífu sveitarinnar.
Agent Fresco – Translations by RecordRecords

Benny Crespo’s Gang eru að vinna að sinni annari breiðskífu og er áætlað að hún komi út sumarið 2011. Hér fáum við að heyra nýtt lag, “Night Time”.
Benny Crespo’s Gang – Night Time by RecordRecords

Lára var að taka upp nýtt myndband við lagið “In Between” af síðustu plötu sinni en hún er þessa dagana á fullu að semja efni fyrir nýja breiðskífu.

Sing For Me Sandra sendir frá sér sína fyrstu plötu

Posted by RecordRecords in Fréttir | 0 Comments

23

Sep

2010

Í næstu viku, nánar tiltekið 28. september, sendir hljómsveitin Sing For Me Sandra frá sér sína fyrstu breiðskífu, en platan er nú þegar komin í sérstaka forsölu á gogoyoko.com.

Sing For Me Sandra er höfuðborgarsveit úr Reykjavík, Kópavogi og Garðabæ og hefur hún verið starfandi frá árinu 2006. En hún fór að vekja athygli árið 2009 þegar sveitin sendi frá sér sína fyrstu smáskífu, “The Fight”. Lagið fékk góðar undirtektir og náði meðal annars á vinsældarlista Xins og Rásar 2. Næst á eftir kom smáskífan “Time Will Tell” en það fékk einnig mjög góðar undirtektir.

Nýlega lauk upptökum að þessari fyrstu breiðskífu sveitarinnar en hún ber nafnið “Apollo’s Parade” og kemur eins og áður sagði í verslanir þriðjudaginn 28. september.
Meðlimir Sing For Me Sandra eru Helgi Einarsson á trommur, Jón Helgi Hólmgeirsson á gítar og söng, Ragnar Már Jónsson á gítar, Þorkell Helgi Sigfússon á gítar og söng og Örn Ýmir Arason spilar á bassa og syngur.

Stúdíódagbók Agent Fresco #1 – vídeó

Posted by RecordRecords in Fréttir | 0 Comments

8

Sep

2010

Agent Fresco strákarnir eru búnir að vera á fullu að taka upp nýju plötuna sína síðustu vikur, hér er smá brot af því sem þeir hafa verið að bralla!

Hoffman gefur út sína fyrstu breiðskífu

Posted by RecordRecords in Fréttir | 0 Comments

7

Sep

2010

Eyjapeyjarnir í Hoffman gefa út sína fyrstu breiðskífu föstudaginn 9. október.
Framleiðsla plötunnar fór í gegnum Record Records sem sér einnig um dreifingu plötunnar.
Ansi skemmtileg plata hér á ferð fyrir rokkunnendur!

Heimildarstuttmynd um Agent Fresco

Posted by RecordRecords in Fréttir | 0 Comments

1

Aug

2010

Hér er skemmtileg heimildarstuttmynd um Agent Fresco eftir Bowen Staines

DontPanicTV Episode 2: Agent Fresco from Bowen Staines on Vimeo.

Útsala í netversluninni!

Posted by RecordRecords in Fréttir | 0 Comments

26

Jul

2010

Kíkið í netverslunina okkar! Allt á útsölu!

Agent Fresco skrifar undir útgáfusamning við Record Records

Posted by RecordRecords in Fréttir | 0 Comments

22

Jul

2010
Agent-Fresco

Hljómsveitin Agent Fresco hefur hafið upptökur á sinni fyrstu breiðskífu, sem hefur hlotið nafnið “A Long Time Listening”. Platan hefur verið í vinnslu síðan að hljómsveitin var stofnuð árið 2008. Öll tónlist er samin af Þórarni Guðnasyni en textar af Arnóri Dan Arnarsyni.
Upptökur eru hafnar í Orgelsmiðjunni en upptökustjórn er í höndum Magnúsar Øder og Agent Fresco.

Agent Fresco strákarnir hafa samið við Record Records um útgáfu á nýju plötunni og er áætlað að hún komi út í byrjun október á þessu ári.

Page 3 of 812345...Last »
Copyrights © 2010 by Record Records All rights reserved.