Sykur fær fjórar stjörnur í Morgunblaðinu

Posted by RecordRecords in Fréttir | 0 Comments

26

Oct

2009

Í dag birtist dómur um nýja breiðskífu Sykurs í Morgunblaðinu. Þar gaf Jón Agnar plötunni fjórar stjörnur af fimm mögulegum. Hann segir Frábært eða frábært einstaklega skemmtilegan disk fullan af flottri stuðmúsík.

Karkari kemur út í Þýskalandi – Mammút á tónleikaferð

Posted by RecordRecords in Fréttir | 0 Comments

22

Oct

2009

MammútHljómsveitin Mammút er nú í óða önn að undirbúa sig fyrir tónleikaferð um Evrópu.
Ferðin mun ná yfir allan nóvembermánuð og spilar sveitin á u.þ.b. 20 tónleikum í 7 löndum vítt og breitt um heimsálfuna.
Flestir tónleikarnir verða þó í Þýskalandi en þar mun einnig platan Karkari, sem kom út á Íslandi í ágúst 2008, verða gefin út. Það er Record Records sem gefur diskinn út en Rough Trade mun sjá um dreifinguna.

Mammút gera sér grein fyrir að fyrsti túr sem þessi þýði ekki endilega heimsfrægð en þetta er þó fyrsta skrefið í átt að einhverju æðislegu.

Þess má einnig til gamans geta að nú er fimmta smáskífan af Karkara á leið í spilun á íslenskum útvarpsstöðvum, það lag heitir ‘Ég veit hann kemur fljótt’ og mun það fylgja eftir 4 lögum sem hafa slegið rækilega í gegn, má þá taka fram að þau hafa öll náð 1. sæti á X-Dominos listanum.

Sigurvegarar Músík tilrauna 2009 gefa út plötu

Posted by RecordRecords in Fréttir | 0 Comments

20

Oct

2009

Bróðir SvartúlfsNorðlendingarnir í Bróðir Svartúlfs sigruðu Músíktilraunir 2009 og síðan þá hafa þeir varla hægt á sér til að draga andann. Ávöxtur erfiðisins lítur nú dagsins ljós í formi 6 laga plötu en þrjú þeirra hafa nú þegar fengið töluverða útvarpsspilun. Yfir þessu geta unnendur gullfallegra melódía, groddalegs rokks og vel skrifaðra íslenskra texta glaðst. Einhver sagði þá minna á 50/50 blöndu af Sigur Rós og Rage Against the Machine og tóku margir undir það. Sjálfir gera þeir þó bara það sem hjartað segir þeim að gera; spila tónlist og skemmta sér.

Frumburðurinn er skýrður í höfuðið á hljómsveitinni og kemur í verslanir í dag.
Bróðir Svartúlfs gefur út en Record Records dreifir.

Nýtt lag frá Bloodgroup

Posted by RecordRecords in Fréttir | 0 Comments

19

Oct

2009

Bloodgroup - My ArmsÍ dag kemur út nýtt lag með hljómsveitinni Bloodgroup, ‘My arms’, um er að ræða fyrsta lagið af væntanlegri breiðskífu sveitarinnar sem kemur ú tí lok nóvember.
Nýja platan hefur hlotið nafnið ‘Dry land’ og fylgir hún eftir plötunni ‘Sticky Situation’ sem kom út árið 2007.
Hægt er að kaupa lagið á Gogoyoko og Tónlist.is en einnig er hægt að streima því á myspace.

Þriðja breiðskífa Láru kemur út í dag

Posted by RecordRecords in Fréttir | 0 Comments

12

Oct

2009
Lára - Surprise

Lára - SurpriseÍ dag kemur út þriðja breiðskífa Láru, platan heitir ‘Surprise’ og er fáanleg í öllum helstu plötuverslunum landsins.
Lára spilar á Iceland Airwaves hátíðinni á fimmtudaginn í Iðnó kl. 19:30. Útgáfutónleikar plötunnar verða haldnir í nóvember, nánar um það síðar.

Bloodgroup, Lára og Sykur gefa út hjá Record Records

Posted by RecordRecords in Fréttir | 0 Comments

29

Sep

2009

Bloodgroup, Sykur og Lára Rúnarsdóttir hafa öll gert útgáfusamning við Record Records um útgáfu á sinni næstu breiðskífu.

Hljómsveitin Bloodgroup er um þessar mundir á smátónleikatúr þar sem förinni er heitið til Berlínar, Hamborgar, Köben og Oslóar fyrir smá pásu frá stúdíóinu en þau eru búin að vera ansi sveitt þar að leggja lokahönd á væntanlega breiðskífu. Hún á stutt í land og er gert ráð fyrir að hún komi út í nóvember. Fyrsta smáskífa plötunnar verður gefin út á netinu í byrjun október.

Þriðja plata söngkonunnar Láru Rúnarsdóttir er tilbúin og kemur hún út 12. október. Hún hefur nýlokið við vel heppnaða tónleika á Réttum og átti hún mjög vinsælt lag í sumar, lagið Surprise, titillag væntanlegrar breiðskífu sem er mjög frábrugðin fyrra efni Láru.

Síðast en ekki síst er það fyrsta breiðskífa hljómsveitarinnar Sykur, skipuð þeim Halldóri Eldjárn, Kristjáni Eldjárn og Stefáni Finnbogasyni, ungir og mjög efnilegir strákar sem hafa fengið á sig gott orðspor fyrir frábært tónleikahald. Plata þeirra verður ansi hressandi rafpopp. Á plötunni syngur Katrína Mogensen söngkona Mammút eitt lag, Rakel Mjöll Leifsdóttir syngur tvö lög og Erpur Eyvindarson rappar eitt lag, helmingur plötunnar verður svo ósunginn, sem er líka allt í lagi fyrir þá sem hafa gaman að því að slamma við raftónlist. Plata Sykur drengjanna hefur hlotið nafnið Frábært eða frábært og kemur hún út 14. október.

Nýtt lag frá Láru og Sykur

Posted by RecordRecords in Fréttir | 0 Comments

7

Sep

2009

Október og desember eru skemmtilegustu mánuðirnir í útgáfubransanum. Október gengur útá að troða íslenskri tónlist uppá erlenda túrista sem koma hingað til lands á Iceland Airwaves hátíðina og desember gengur útá að troða íslensku tónlistinni í jólapakkann.
Þetta er allt komið á fullt núna, á mánudaginn kemur út þriðja breiðskífan hennar Láru og annað lagið af þeirri plötu er farið af stað í útvarpið og er komið inná facebook og myspace. Sama sagan með Sykur, við mælum með að þið kíkið á facebook síðuna okkar og myspace til að hlusta á þessi frábæru lög.

Nýtt lag frá Láru Rúnars

Posted by RecordRecords in Fréttir | 0 Comments

15

Jul

2009

Söngkonan Lára Rúnarsdóttir hefur sent frá sér nýtt lag sem heitir Surprise. Lára er ung söngkona sem hefur alið af sér tvær sólóplötur. Sú fyrri heitir Standing Still og kom út árið 2003 hjá Geimsteini, en sú seinni heitir Þögn og kom út árið 2006 hjá Dennis.
Nýja efnið frá Láru er heldur frábrugðið þessum tveimur eldri plötum hennar. Landslið tónlistarmanna er nú í hljómsveit hennar sem munu vera með henni í upptökuferli væntanlegrar plötu sem kemur út í haust á vegum Record Records.

Hljómsveit Láru skipa:
Lára Rúnarsdóttir, söngur, gítar, píanó o.fl.
Arnar Ingi Gíslason, trommur
Jakob Smári Magnússon, bassi
Pétur Hallgrímsson, gítar

Fyrsta breiðskífa Árstíða er komin út

Posted by RecordRecords in Fréttir | 0 Comments

15

Jun

2009

Í dag kom út fyrsta breiðskífa Árstíða, drengirnir gefa plötuna sjálfir út en Record Records sér um dreifingu.
Platan er komin í allar betri plötuverslanir.

Mammút remix

Posted by RecordRecords in Fréttir | 0 Comments

16

May

2009

Nýtt lag er komið út frá hljómsveitinni Mammút, það er remix af laginu Geimþrá sem var vinsælt á útvarpsstöðvum fyrir ekki svo löngu síðan.
Það voru drengir sem kalla sig Red Lights sem remixuðu lagið en þeir eru enn óþekktir en ætla sér að skapa sér nafn með þessu frábæra remixi.
Red Lights er skipuð af þeim Inga Má Úlfarssyni og Jóhanni Bjarkarsyni. Þeir hafa verið að gera hiphop tónlist í mörg ár en vinna nú saman við ýmis spennandi verkefni, má þar helst nefna væntanlega breiðskífu Erpar Eyvindarsonar og Emmsjé Gauta.

Í ágúst 2008 gaf Record Records út aðra breiðskífu Mammút, ‘Karkari’, og hefur hún selt hátt í 2000 eintök á Íslandi.
Nú er nýtt upplag af plötunni komið út með þessari frábæru remix útgáfu af Geimþrá sem aukalag.

Lagið verður fáanlegt frítt á Tónlist.is vikuna 18. – 24. maí.

Page 6 of 8« First...45678
Copyrights © 2010 by Record Records All rights reserved.