Mammút

Posted by admin in Listamenn | 0 Comments

22

Jul

2011
Mammút

Hljómsveitin Mammút var stofnuð árið 2003 sem stúlknatríóið ROK. Mammút nafnið var þó tekið upp fljótlega og bættust þá strákarnir í hópinn. Mammút tók þátt í Músíktilraunum 2004 og bar sigur af hólmi. Tveimur árum seinna gaf sveitin út samnefnda plötu sem var tekin upp í Sundlauginni fyrir verðlaunin frá Músíktilraunum.

Á þeim tíma var Mammút orðin ágætlega þekkt í jaðarheimi íslenskrar tónlistar. Það var þó ekki fyrr en snemma árs 2008 sem Mammút fékk í fyrsta skipti almennilegar viðtökur á íslenskum útvarpsstöðvum, það var lagið Svefnsýkt sem kom svo út á annarri breiðskífu Mammút, Karkari, sem kom út þann 27. ágúst 2008. Þá fóru hjólin að snúast hratt og Mammút ekki lengur álitin lítil jaðarrokkhljómsveit heldur ein besta rokkhljómsveitin á Íslandi í dag. Fjögur lög af plötunni Karkari hafa fengið mjög góðar viðtökur og náðu þau öll toppsætinu á X-dominos lista X977. Hljómsveitin hefur varla tekið sér pásu í tónleikahaldi hér á landi sem og erlendis eftir útgáfu plötunnar og nú í nóvember er svo fyrsta stóra tónleikaferð Mammút um Evrópu. Einnig tókst Mammút að landa dreifingarsamningi við Rough Trade í Þýskalandi sem ætla að dreifa plötunni Karkari í Þýskalandi, útgáfudagur er 13. nóvember 2009.

Alexandra Baldursdóttir – gítar
Andri Bjartur Jakobsson – trommur
Arnar Pétursson – gítar
Katrína Mogensen – söngur
Vilborg Ása Dýradóttir – bassi

Myspace

Facebook

Copyrights © 2010 by Record Records All rights reserved.