Ensími

Posted by admin in Listamenn | 0 Comments

22

Jul

2011
Ensími

Hljómsveitin Ensími var stofnuð árið 1996. Upphafsmenn og stofnendur voru Hrafn Thoroddsen og Jón Örn Arnarson. Þeir félagar höfðu getir sér gott orð sem meðlimir í einni vinsælustu rokkhljómsveit landsins á þessu tíma en langaði breyta til að gera eitthvað nýtt og spennandi. Eftir tímabil tilrauna með hljóðsmala og rafmagnsgítara fór tónlistin að taka á sig mynd.

Ensími lá lengi vel í dvala eftir útgáfu þriðju plötu sveitarinnar, sem er samnefnd sveitinni og kom út árið 2002. Ýmsar ástæður hindruðu framgang Ensími á sjónarsviðinu, til að mynda nám liðsmanna erlendis, mannabreytingar og annir liðsmanna í öðrum tónlistarverkefnum. Á þessu tímabili tók sveitin sig þó til og hljóðritaði um 20 lög fyrir útgáfu en á endanum var ákveðið að byrja upp á nýtt til að viðhalda ferskleika á upptökum sem skilar sér svo sannarlega á nýju plötunni.

Arnar Þór Gíslason – trommur

Franz Gunnarsson – gítar

Guðni Finnsson – bassi

Hrafn Thoroddsen – söngur, gítar og hljómborð

Þorbjörn Sigurðsson – hljómborð og bakraddir

 

Myspace

Facebook

Copyrights © 2010 by Record Records All rights reserved.