Pollapönk sendir frá sér Aðeins Meira Pollapönk

Posted by RecordRecords in Fréttir | 0 Comments

7

Nov

2011
Pollapönk sendir frá sér Aðeins Meira Pollapönk

Á föstudaginn kom út þriðja plata Pollapönks, Aðeins Meira Pollapönk, eftir ekkert svo langa bið en sveitin sendi frá sé Meira Pollapönk í maí á síðasta ári.
Aðeins Meira Pollapönk inniheldur 12 splunkuný frumsamin lög. Eins og áður er eitt laganna tileinkað þekktri íslenskri hetju líkt og á Meira Pollapönk þegar Ómar Ragnarsson var lofsunginn. Nú tileinka Pollarnir Bjartmari Guðlaugssyni lag á plötunni þar sem þeir syngja saman um Æris koffí og undramalt, karlakókið er betra kalt o.s.frv. en lagið heitir einfaldlega Bjartmar. Í byrjun sumars fengum við að heyra fyrsta lag plötunnar, Ættarmót og nú er farið af stað lagið Hananú sem er algjört heilalím.
Stefnt er að útgáfutónleikum í tilefni plötunnar í desember.

Lögin á Aðeins Meira Pollapönk:
1. Ættarmót
2. Er líf í öðrum ísskápum?
3. Hananú
4. Spelt-tökkí
5. Bjartmar
6. Hamborgarastjórinn
7. Heima með veikt barn
8. Pönk á Polló
9. Þreytta vélmennið
10. Hermikrákulagið
11. Tölvuleikarinn
12. Viktor

Copyrights © 2010 by Record Records All rights reserved.